2 0

Töframeðal á morgnana

Innihald

60 g engifer afhýtt
1 stk sítróna afhýdd
1/2-1 tsk þurrkaðar chiliflögur
ca 200 ml vatn
Töframeðal á morgnana

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • 10 mín
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Þetta „ritual“ kemur mér í gegnum daginn og er líka eitt af því sem dregur mig fram úr rúminu. Bara það að vita af því að ég eigi til þetta dásamlega engiferskoti þá ríf ég mig frammúr.

  Ég fæ mér alltaf einfaldan nú eða tvöfaldan skammt af fljótandi D-vítamín undir tunguna og skelli svo í mig engiferskotinu. Þannig rúlla ég fersk í gegnum daginn.

  1
  Búið

  Setjið allt saman í blandara og blandið vel. Hellið safanum í glerílat og geymið í kæli. Ég nota glerflösku og trekt úr Ikea. Safinn geymist hjá mér í kæli í fjóra daga.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  IMG_3366
  Fyrri
  Spínat, hnetusmjör og banani ..
  36554_414481101949015_527528541_n
  Næsta
  Ravioli burro e salvia

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd