• Home
 • Bröns
 • Sunnudagsbröns – Amerískar pönnukökur og bláberjamauk
0 0

Sunnudagsbröns – Amerískar pönnukökur og bláberjamauk

Innihald

Ekta amerískar pönnukökur
50 g smjör
230 g Hveiti
1/4 tsk Salt
2 msk Sykur
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 stk Egg
300 ml AB mjólk
100 ml Mjólk
Bláberjamauk
400 g fersk bláber
200 g góð bláberjasulta
1 stk sítróna safi og rifinn börkur
Sunnudagsbröns – Amerískar pönnukökur og bláberjamauk

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
   • Máltíð fyrir 4
   • Auðvelt

   Leiðbeiningar

   Mér finnst dásamlegt að fá fjölskyldu og vini í bröns, oft á tíðum finnst mér það jafnvel skemmtilegra en kvöldmatur. Það er einhvern veginn afslappaðra og allur dagurinn framundan. Ég hef líka afskaplega gaman að hlaðborðum hvort sem það er að borða af þeim eða búa þau til. Það myndast alltaf svo skemmtileg stemmning þegar fólk þarf að rétta hvoru öðru eitthvað af hlaðborðinu.

   Þegar við fjölskyldan förum í sumarbústað þá er bröns algerlega ómissandi og finnst þá strákunum mínum amerískar pönnukökur, beikon og ferskpressaður appelsínusafi vera grunnurinn að góðum degi.

   Þó það sé laugardagur í dag ætla ég samt að gefa ykkur uppskriftina að pönnukökunum og bláberjamaukinu núna, þá hafið þið tækifæri til að bjóða fjölskyldunni eða góðum vinum í léttan bröns í fyrramálið. Njótið vel

   1
   Búið

   Bláberjamauk

   Setjið allt saman í pott og látið malla í 7-10 mínútur. Kælið og berið fram með pönnukökunum.

   2
   Búið

   Pönnukökurnar

   Hitið ofninn í 100°C. Bræðið smjörið og blandið þurrefninu saman í hrærivélaskál. Hrærið eggið, AB-mjólkina, mjólkina og smjörið saman í annarri skál og hellið svo blöndunni smám saman við þurrefnablönduna. Látið deigið standa í 10-15 mínútur.

   3
   Búið

   Hitið örlítið smjör á meðalheitri pönnu og steikið litlar pönnukökur í u.þ.b. 2-3 mínútur á hvorri hlið. Raðið pönnukökunum jafnóðum á pappírsklædda ofnplötu og setjið inn í ofn til að halda þeim volgum þar til þær eru bornar fram.

   Allt hráefni fæst í Hagkaup

   Rikka

   Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

   Mynd/Binni fyrir Hagkaup
   Fyrri
   Föstudagspizza undir mexíkóskum áhrifum
   Næsta
   Austurlenskt Byggsalat

   Athugasemdir

   Skrifa athugasemd