• Home
  • Bröns
  • Sumarlegar sítrónur og undarlegar kaffivenjur
0 0

Sumarlegar sítrónur og undarlegar kaffivenjur

Innihald

6 tk eggjarauður
3 1/2 stk sítrónur
150 g Sykur
4 msk smjör
2 stk sítrónur rifinn börkur af tveim sítrónum
250 g grísk jógúrt
60 g flórsykur
20 g fersk bláber til skreytinga
Sumarlegar sítrónur og undarlegar kaffivenjur

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
  • Máltíð fyrir 4
  • Miðlungs

Leiðbeiningar

Ég fæ aldrei nóg af sítrónum, flesta daga byrja ég meira að segja á því að fá mér matskeið af ferskum sítrónusafa í espresso bollann minn. Flestir reka upp stór augu þegar ég segi frá þessu en það mætti segja að þetta væri svona „acquired taste.“ Ástæðan fyrir því að ég hef smekk fyrir þessari blöndu og fyrir því að ég byrjaði hreinlega að drekka kaffi er móður minni að þakka. Við vorum á ferðalagi saman og ég var með höfuðverk, aldrei þessu vant, hún benti mér á gamalt ítalskt ráð við því sem væri að pressa ferskan sítrónusafa til hálfs við eldsterkt espresso. Viti menn, þetta virkaði og síðan þá hef ég drukkið kaffið mitt svona. Undandarið er ég þó farin að hafa smekk fyrir Cappuccino með sojamjólk, þannig að þetta er allt að renna í eðlilegan farveg.

Þetta var nú svona smá úturdúr en snúum okkur að uppskrift dagsins sítrónueftirréttinum, ykkur er alveg velkomið að leika ykkur með hann og fá ykkur smá heimatilbúið granóla með þessu eða nota sítrónubúðinginn á annan hátt eins og til dæmis í sítrónuböku eða eitthvað slíkt.  Annars er hann líka ljómandi góður eins og hann er og mætti segja að þarna væri komið glampandi sólskín í glasi.

1
Búið

Setjið eggjarauðurnar, sítrónusafann og sykurinn saman í pott og hrærið. Setjið pottinn á meðalheita hellu og hrærið með viðarsleif þar til blandan þykknar eða í u.þ.b 10 mín. Gætið þess að brenna ekki botninn.

2
Búið

Fjarlægið pottinn af hellunni og bætið smjörinu saman við , einni matskeið í einu. Hellið blöndunni í skál, plastið og kælið niður í ísskápnum. Bætið sítrónuberkinum saman við þegar blandan hefur kólnað.

3
Búið

Handhrærið jógúrtinni og flórsykrinum saman. Skiptið jógúrtblöndunni, sítrónubúðingnum og bláberjunum fallega á milli fjögurra hárra glasa og berið fram.

Allt hráefni fæst í Hagkaup

Rikka

Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

mynd/Binni fyrir Hagkaup
Fyrri
Heimatilbúið granóla
Næsta
Bumbubaninn

Athugasemdir

Skrifa athugasemd