1 0

Stressbaninn

Innihald

1/2 stk grænt epli kjarnhreinsað
handfylli ferskt spínat lítil hönd :)
5 cm biti gúrka
1 stk sellerístilkur
2 cm kubbur engifer
1 msk sítrónusafi
250 ml vatn
1 msk blómafrjókorn
Stressbaninn

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • 10 mín
  • Máltíð fyrir 1
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Hérna er ég búin að skella í uppskrift af hristingi sem er stútfullur af næringarefnum og inniheldur meðal annars spínat og engifer en það er einmitt talið lækka gildi stresshormóna eða kortisól. Í lokin bæti ég svo Bee Pollen eða blómafrjókornum sem styrkir ónæmiskerfi líkamans auk þess sem það er góður prótín og orkugjafi. 

  1
  Búið

  Blandið hráefnunum vel saman í blandara og stráið blómarfrjókornunum yfir.

  Allt hráefni fæst í Hagkaup

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Fyrri
  Austurlenskt Byggsalat
  mynd/Binni
  Næsta
  Karrí og estragon grillaðar kjúklingalundir og sinnepssósa

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd