0 0

Spaghetti Vongole

Innihald

400 g spaghetti
1 msk smjör
1 msk ólífuolía
2 stk hvítlauksrif pressuð
1/2 stk skalottlaukur afhýddur og fínsaxaður
1 tsk karrí
1/2 tsk þurrkaðar chiliflögur
1 kg bláskel
250 ml hvítvín
50 ml Rjómi
150 g ferskar grænar baunir beint úr frysti
salt og nýmalaður pipar
3 msk fersk steinselja fínsöxuð
Spaghetti Vongole

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
  • Máltíð fyrir 3
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Ég man eftir því sem barn að hafa farið með foreldrum mínum upp í Hvalfjörð og týnt bláskel og baggalúta úti á Hvalfjarðareyri. Mér hefur alltaf þótt vænt um svæðið og geymi margar góðar minningar þaðan. Bláskelin sem ég notaði í þennan klassíska og sívinsæla ítalska pastarétt er aftur á móti úr Breiðarfirðinum. Alla jafnan er notuð kúskel eða venusarskel í réttinn en persónulega finnst mér bláskelin svo óskaplega falleg og bragðgóð. Það spillir svo ekki fyrir að njóta réttsins með ísköldu hvítvíni í góðra vina hópi.

  1
  Búið
  15 mín

  Skref 1

  Sjóðið pastað samkvæmt pakkningu. Á meðan pastað er að sjóða hitið þá smjör og ólífuolíu á stórri pönnu, gott er að nota wok pönnu. Steikið laukana þar til að þeir verða mjúkir í gegn, kryddið laukana með karrý og chili flögum

  2
  Búið
  5 mín

  Skref 2

  Setjið tómatana saman við og steikið áfram í 2 mínútur. Bætið bláskelinni út á pönnuna og hellið hvítvíninu og rjómanum saman við og látið sjóða niður í 2-3 mínútur.

  3
  Búið
  5 mín

  Skref 3

  Sigtið vatnið frá pastanum og hellið því út á pönnuna ásamt baununum. Kryddið með salti og pipar og stráið steinselju yfir.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  kjuklingabringa_ponnuristud_160512
  Fyrri
  Pönnuristuð kjúklingabringa með grænmeti og mozzarella
  kjuklingur_smjorogsinnep_100212
  Næsta
  Smjör- og sinnepsfylltur kjúklingur

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd