0 1

Spaghetti Carbonara

Svo gott...

Næringargildi

577
Kcal
32 g
Prótein
37 g
Fita
30 g
Kolvetni
5 g
Trefjar
Spaghetti Carbonara

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
  • 55 mín
  • Máltíð fyrir 3
  • Miðlungs

  Leiðbeiningar

  Spaghetti Carbonara er einn af mínum eftirlætisréttum enda inniheldur hann bæði egg og beikon..
  Þessi uppskrift er aftur á móti örlítið hollari en sú hefðbundna þar sem ég nota heilhveitipasta og matreiðslurjóma.
  1
  Búið
  30 mín

  Skref 1

  Hitið ofninn í 200°C. Raðið beikonsneiðunum á smjörpappírsklædda ofnplötu. Bakið beikonið í 25 mínútur eða þar til það er orðið stökkt.

  2
  Búið
  7 mín

  Skref 2

  Klippið eða skerið beikonið niður og skellið því aftur í ofninn í 5 mínútur. Rífið niður parmesanostinn. Léttþeytið saman eggjarauðurnar, rjómann og helminginn af parmesanostinum

  3
  Búið
  10 mín

  Skref 3

  Hitið vatn að suðu og bætið ólífuolíunni út í ásamt smá salti og sjóðið pastað „al dente”. Sigtið vatnið frá því.

  4
  Búið
  4 mín

  Skref 4

  Bræðið smjörið í pottinum og léttsteikið hvítlaukinn. Bætið beikoninu út í ásamt spaghettíinu og hrærið.

  5
  Búið
  3 mín

  Skref 5

  Færið pottinn af hellunni og hrærið eggjablönduna saman við spaghettíið. Setjið spaghettíið á fjóra diska, stráið parmesanosti og steinselju yfir og kryddið létti­lega með pipar.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Fyrri
  Oriental- engiferönd
  Næsta
  Spaghetti Bolognese

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd