0 0

Spaghetti Bolognese

Fislétt útgáfa

Innihald

1 msk ólífuolía
1 laukur saxaður
3 sellerístilkar sneiddir
1 gulrót afhýdd og söxuð
4 hvítlauksrif pressuð
500 g nautahakk
200 ml hvítvín
200 ml léttmjólk
4 msk tómatkraftur
1/4 tsk þurrkaðar chiliflögur
1 1/2 tsk oreganó krydd
salt og nýmalaður pipar
1/4 tsk múskat
400 g spaghetti
40 g parmesanostur
10 g steinselja söxuð

Næringargildi

474
Kcal
38,5 g
Prótein
14 g
Fita
43 g
Kolvetni
8,2 mcg
Sink
3,2 mcg
B-12
Spaghetti Bolognese

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
  • 45 mín
  • Máltíð fyrir 3
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Þessi uppskrift er létt útgáfa af hefðbundnu Spaghetti Bolognese og tilvalin fyrir þá sem vilja hitaeiningasnauðari máltið.

  1
  Búið
  5 mín

  Skref 1

  Hitið olíuna í meðalheitum potti og steikið laukinn þar til hann verður mjúkur í gegn. Bætið sellerí, gulrótum og hvítlauk saman við og steikið áfram í 4–5 mínútur.

  2
  Búið
  30 mín

  Skref 2

  Bætið hakkinu saman við og brúnið. Hellið hvítvíninu og mjólkinni saman við ásamt tómatkraftinum, tómötum, chiliflögum og oreganóinu og látið malla í 30 mínútur.

  3
  Búið
  10

  Skref 3

  Kryddið sósuna með salti, pipar og múskati og látið malla áfram á meðan pastað er soðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Sigtið vatnið frá pastanu og setjið á disk, hellið sósu yfir og stráið steinselju og parmesanosti yfir.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Fyrri
  Spaghetti Carbonara
  01.11.13_sesamkjulli
  Næsta
  Sesamkjúklingur með hvítlauk og engifer

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd