0 0

Smjör- og sinnepsfylltur kjúklingur

Innihald

1 stk heill kjúklingur
2 msk smjörvi
2 msk sterkt sinnep
1 msk ítölsk hvítlauksblanda (Pottagaldrar)
2 msk ólífuolía
salt og nýmalaður pipar
250 g kirsuberjatómatar skornir til helminga
100 g sólþurrkaðir tómatar saxaðir
1 stk rauðlaukur sneiddur
Stökkar kartöflur
10-12 meðalstórar kartöflur
2 msk ólífuolía
Smjör- og sinnepsfylltur kjúklingur

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
  • 70 mín
  • Máltíð fyrir 3
  • Miðlungs

  Leiðbeiningar

   

   

  1
  Búið
  10 mín

  Skref 1

  Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjörinu og sinnepinu saman og kryddið með 1/2 msk af ítölsku kryddblöndunni og smá salti og pipar. Gott er að setja blönduna í einnota sprautupoka og sprauta svo fyllingunni undir húðina á bringunni á kjúklingnum.

  2
  Búið
  70 mín

  Skref 2

  Hellið 1 msk af ólífuolíu yfir allan kjúklinginn og kryddið með salti pipar og afgangnum af hvítlauksblöndunni. Leggið kjúklinginn í eldfast mót. Veltið tómötunum og rauðlauknum upp úr afgangnum af ólífuolíunni og raðið í kringum kjúklinginn. Bakið kjúklinginn í 60-75 mínútur

  3
  Búið
  45 mín

  Stökkar kartöflur

  Sjóðið kartöflurnar til hálfs og sigtið vatnið frá. Hitið ofninn í 220°C. Látið þær þorna stutta stund, leggið á pappírsklædda ofnplötu og merjið örlítið með kökukefli eða einhverju þungu. Hellið ólífuolíu yfir og bakið í 30 mínútur eða þar til að þær eru orðnar gullinbrúnar og stökkar. Saltið kartöflurnar og berið fram

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  spaghetti_030412
  Fyrri
  Spaghetti Vongole
  kjuklingalaeri_270112
  Næsta
  Mozzarella- og skinkufyllt kjúklingalæri með spínatsalati

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd