0 1

Sesamkjúklingur með hvítlauk og engifer

Innihald

800 g Kjúklingalundir
80 ml sojasósa
4 hvítlauksrif pressuð
1 msk engifer rifið
2 tsk sesamolía
2 msk hrísgrjónaedik
1 tsk þurrkaðar chiliflögur
80 g hunang
3 msk hoisin sósa
2 msk púðursykur
2 msk sesamfræ
200 ml eplasafi
3 msk hoisin sósa
2 msk hunang
Sesamkjúklingur með hvítlauk og engifer

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
   • Máltíð fyrir 4
   • Auðvelt

   Leiðbeiningar

   Einfaldur og bragðgóður kjúklingaréttur með asísku yfirbragði
   1
   Búið
   2 klst

   Skref 1

   Hellið sojasósunni í skál og blandið hvítlauk, engifer, sesamolíu, ediki og chiliflögum saman við. Setjijð kjúklingalundirnar í skálina, leggið plastfilmu yfir skálina og kælið í a.m.k 2 klukkustundir.

   2
   Búið
   30 mín

   Skref 2

   Hitið ofninn í 200°C. Raðið kjúklingalundunum í eldfast mót. Blandið hunangi, hoisin sósu og púðusykri saman. Smyrjið blöndunni ofan á lundirnar og bakið í 25 mínútur. Leggið álpappír yfir formið og látið standa í 10 mínútur.

   3
   Búið
   10 mín

   Skref 3

   Á meðan kjúklingurinn er að kólna hellið þá afgangnum af maríneringunni í pottinn ásamt eplasafa, hoisin sósunni og hunanginu og hitið upp að suðu og látið malla í 7-8 mínútur.

   4
   Búið
   2 mín

   Skref 4

   Skerið lundina niður, hellið sósunni yfir og stráið sesamfræum yfir. Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum eða cous cous.

   Rikka

   Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

   Fyrri
   Spaghetti Bolognese
   Screen Shot 2016-01-24 at 20.39.59
   Næsta
   Dásamlegir orkuboltar

   Athugasemdir

   Skrifa athugasemd