0 0

Sætkartöflusúpa með ristuðum graskersfræum

Innihald

1 1/2 msk smjör
2 stk skalottlaukar afhýddir og fínsaxaðir
2 stk hvítlauksrif
1 tsk karrí
1 kg sætar kartöflur afhýddar og skornar í bita
1 1/2 grænmetiskraftsteningur
800 ml vatn
60 ml Appelsínusafi
salt og nýmalaður pipar
sýrður rjómi 10%
ristuð graskersfræ

Næringargildi

232
Kcal
4,2 g
Prótein
2 g
Fita
50 g
Kolvetni
Sætkartöflusúpa með ristuðum graskersfræum

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • 45 mín
  • Máltíð fyrir 4
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Ljómandi bragðgóð og einföld súpa sem allir ættu að geta leikið eftir.

  1
  Búið
  10 mín

  Skref 1

  Bræðið smjörið í potti við meðalhita. Steikið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur í gegn. Bætið engifer, hvítlauk, karrí og kartöflum saman við og steikið þar til kartöflurnar verða mjúkar (u.þ.b. 6–8 mínútur).

  2
  Búið
  20 mín

  Skref 2

  Bætið vatninu og grænmetiskraftinum saman við og látið malla í 20 mínútur og kælið stutta stund.

  3
  Búið
  10 mín

  Skref 3

  Setjið súpuna í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota og bætið appelsínusafanum út í og hitið aftur upp að suðu.

  4
  Búið
  5 mín

  Skref 4

  Kryddið með salti og pipar. Berið fram með sýrðum rjóma og ristuðum graskersfræjum.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  kjuklingalaeri_270112
  Fyrri
  Mozzarella- og skinkufyllt kjúklingalæri með spínatsalati
  Ljúffeng-Fiskisúpa
  Næsta
  Ljúffeng fiskisúpa

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd