0 0

Ravioli burro e salvia

Innihald

4 stk Fyllt stór Ravioli ég notaði Fior di sole ferskt pasta með ricotta og spinatfyllingu
6 lauf fersk salvía
2 msk smjörvi
sjávarsalt og nýmalaður pipar
eftir smekk rifinn parmesanostur
Ravioli burro e salvia

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
  • 15 mín
  • Máltíð fyrir 1
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Stundum þegar ég hef heimilið alveg út af fyrir mig þá dekra ég við mig með þessari uppskrift en hún er ein einfaldasta pastauppskrift sem ég kann og ein af þeim allrabestu. Eldamennskan er eins og hún gerist einföldust og þar af leiðnandi er uppvaskið í minna lagið. Hljómar vel, ekki satt?

  1
  Búið
  10 mín

  Skref 1

  Sjóðið pastað samkvæmt pakkningum. (4 mín ca.)
  Sigtið vatnið frá og þerrið vatnið úr pottinum. Léttbrúnið smjörið og steikið salvíuna í því. Hellið smjörinu yfir pastað og kryddið með salti og pipar og rífið ferskan parmesanost yfir.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  IMG_3368
  Fyrri
  Töframeðal á morgnana
  Mynd/Binni fyrir Hagkaup
  Næsta
  Gourmet humarpizza

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd