0 0

Rauðrófusalat sem tekur ótrúlega langan tíma að gera – en er þess virði!

Innihald

2 stk Rauðrófur meðalstórar
50 g kasjúhnetur
1 msk púðursykur
1 msk smjör
1/2 tsk sjávarsalt
50 g fetaostur hreinn
Rauðrófusalat sem tekur ótrúlega langan tíma að gera – en er þess virði!

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:

  Dásamlega gott og fallegt rauðrófusalat

  • 2 klst
  • Miðlungs

  Leiðbeiningar

  Stundum fæ ég mikla þörf fyrir að fá mér rauðrófu, þá ekki hráa né þessar í glerkrukkunum og enn síður þessar niðursoðnu heldur nýbakaðar. Ég veit um marga vilja alls ekki snerta við rauðrófum í hvers kyns formi og viðurkenni ég að hafa verið ein af þeim hér á árum áður. Svona áður en ég fór að vinna með þær sjálf, þannig ég skil það mætavel. Moldarkeimurinn af rauðrófunum er ekki að allra smekk en hann getur þó sett skemmtilegan sveip á máltíð eins og í þessum fallega rétt sem ég bjó til núna í vikunni. Þetta er mjög einfalt salat sem tekur þó dálítinn tíma og þá einungis út af elduninni á rauðrófunni sjálfri.

  Margir vilja meina að rauðrófur hafi hreinsandi áhrif á líkamann, lækka blóðþrýsting auk þess sem þær innihalda járn, trefjar, C-og B- vítamín. Sjálf hef ég stundum verið að glíma við járnskort og kýs frekar að borða rauðrófur en að taka inn járn.
  Í salatinu er líka kalkríkur fetaostur og kasjúhnetur sem eru stúfullar af hollri fitu. Ég ætla svo ekkert að fela það að það sé smá sykur í salatinu en í hófi er hann óskaplega hollur fyrir sálina.

  Salatið er vel hægt að nota sem gott meðlæti eða gómsætan millirétt. Sjálf notaði ég það sem meðlæti með smjörsteiktum þorskhnökkum og sætri kartöflumús.

   

  1
  Búið
  1 1/2 klst

  Setjið rauðrófurnar í eldfast mót og bakið í 1 1/2 klst við 180°C eða þar til þær eru bakaðar í gegn.
  Sjálf baka ég alltaf fleiri rófur, sker þær svo niður og frysti því þær er gott að eiga í ýmiskonar hrisstinga og aðra rétti.
  Kælið rófurnar. Ég skelli þeim bara strax inn í frysti ef ég er að flýta mér.

  2
  Búið
  5 mín

  Afhýðið rófurnar og skerið í munnbita. Þar sem að rauðrófurnar eru mjög litsterkar þá nota ég alltaf hanska og svuntu. Setjið rauðrófurnar á fallegan disk.

  3
  Búið
  10 mín

  Bræðið smjör og púðursykur saman á pönnu og skellið hnetunum saman við. Veltið þeim upp úr karamellunni og hellið á smjörpappír. Stráið sjávarsalti yfir og kælið.

  4
  Búið
  5 mín

  Myljið fetaost yfir rauðrófurnar, saxið hneturnar og stráið yfir. Voila! Einfalt og bragðgott rauðrófusalat sem tekur heillangan tíma að gera en er svo þess virði.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  FullSizeRender
  Fyrri
  Ískaldur orkudrykkur
  mynd/Binni fyrir Hagkaup
  Næsta
  Gleðilegt súkkulaðisumar

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd