• Home
 • Aðalréttir
 • Pönnusteiktur lax með döðlum, sólþurrkuðum tómötum og sítrónusmjörssósu
0 0

Pönnusteiktur lax með döðlum, sólþurrkuðum tómötum og sítrónusmjörssósu

Innihald

4 stk laxabitar
olía til steikingar
6 stk sólþurrkaðir tómatar saxaðir
8 stk mjúkar döðlur saxaðar
1 stk hvítlauksrif pressað
1 msk kapers
Sítrónusmjörssósa
60 ml hvítvín
60 ml hvítvínsedik
1/2 stk skalottlaukur fínsaxaður
salt og nýmalaður pipar
250 g kalt smjör
1 msk sítrónusafi
Kartöflumús
3 stk bökunarkartöflur afhýddar og soðnar
2 msk smjör
1 msk Mjólk
Pönnusteiktur lax með döðlum, sólþurrkuðum tómötum og sítrónusmjörssósu

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:

  Án efa eftirlætisfiskrétturinn minn

  • Máltíð fyrir 4
  • Miðlungs

  Leiðbeiningar

   
  1
  Búið

  Skref 1

  Byrjið á því að undirbúa kartöflumúsina og sjóðið kartöflurnar.

  2
  Búið

  Skref 2

  Steikið hvítlauk upp úr smá olíu og bætið sólþurrkuðum tómötum og döðlum saman við, steikið við meðalhita í 3-4 mínútur. Bætið kapers saman við, takið af hellu og setjið lok yfir.

  3
  Búið

  Skref 3

  Þá er komið að því að undirbúa sósuna. Byrjið á því að hella hvítvíni og ediki á pönnu og sjóða niður um helming, bætið þá skalottlauk, salti og pipar úti og sjóðið niður við meðalhita þar til að um 2 msk af soðinu eru eftir. Bætið þá köldu smjörinu smám saman við, 1 msk í einu, þar til að það er uppurið. Hellið sítrónusafanum saman við rétt áður en að sósan er borin fram.

  4
  Búið

  Skref 4

  Þerrið laxabitana með eldhúspappírog kryddið með salti og pipar. Steikið á upp úr olíu á meðalheitri pönnu í u.þ.b. 3 mínútur á hvorri hlið (fer eftir þykkt).

  5
  Búið

  Skref 5

  Á meðan laxinn er á pönnunni er gott að klára kartöflumúsina. Stappið kartöflurnar (mér finnst best að nota hrærivél) og bætið smjöri og mjólk út í. Kryddið kartöflumúsina eftir smekk. Setjið kartöflumús á disk og leggið laxabita ofan á, hellið sósunni yfir og að lokum tómat og döðlublöndunni.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  IMG_2956
  Fyrri
  Lítil jólasaga með perum og mintusúkkulaði
  kjuklingabringa_ponnuristud_160512
  Næsta
  Pönnuristuð kjúklingabringa með grænmeti og mozzarella

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd