0 0

Pönnuristuð kjúklingabringa með grænmeti og mozzarella

Dásamlega bragðgóður

Innihald

1 stk eggaldin sneitt langsum í þunnar sneiðar
1 stk kúrbítur sneitt langsum í þunnar sneiðar
olía til steikingar
4 stk kjúklingabringur
2 msk heilhveiti
4 stk tómatar skornir í bita
150 ml hvítvín
1/2 stk kjúklingakraftsteningur
4 stk fersk basillauf
1 stk stór mozzarellakúla sneidd
60 g parmesanostur rifinn
salt og nýmalaður pipar
Pönnuristuð kjúklingabringa með grænmeti og mozzarella

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:

  Þessi réttur er dásamlegur og einn af mínum eftirlætis.

  • 30 mín
  • Máltíð fyrir 4
  • Miðlungs

  Leiðbeiningar

   

   

  1
  Búið
  15 mín

  Skref 1

  Saltið eggaldinið og kúrbítinn. Hitið olíu á pönnu við meðalhita og steikið eggaldinið og kúrbítinn í 2 mínútur á hvorri hlið. Þerrið grænmetið á eldhúspappír

  2
  Búið
  20 mín

  Skref 2

  Setjið bringurnar í glæran plastpoka og fletjið með kökukefli. Setjið hveitið ofan í pokann og hrisstið. Steikið kjúklinginn í 4 mínútur á hvorri hlið og takið til hliðar

  3
  Búið
  5 mín

  Skref 3

  Steikið tómatana upp úr örlítilli olíu og hellið hvítvíninu saman við ásamt kjúklingakraftinum. Látið malla í 2-3 mínútur

  4
  Búið
  10 mín

  Skref 4

  Bætið kjúklingabringunum út á pönnuna og raðið eggaldin- og kúrbítssneiðum út á ásamt basillaufum, parmesanosti og mozzarellasneiðum. Lokið pönnunni og látið malla í 4-5 mínútur.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Fyrri
  Pönnusteiktur lax með döðlum, sólþurrkuðum tómötum og sítrónusmjörssósu
  spaghetti_030412
  Næsta
  Spaghetti Vongole

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd