0 0

Orkuboltar með hnetusmjöri og súkkulaði

Innihald

180 g gróft hnetusmjör
90 g haframjöl
1 1/2 msk hunang
40 g dökkt súkkulaði 50-70% fínsaxað
20 g hampfræ
1/2 msk kókosolía
1/4 tsk sjávarsalt
Orkuboltar með hnetusmjöri og súkkulaði

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • 10 mín
  • Máltíð fyrir 4
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Ég er ein af þeim sem elska hnetusmjör en þó ekki hvaða hnetusmjör sem er, það þarf að vera gróft þannig að ég finni „crunchið“ undir tönn auk þess sem ég vil engan sykur í mitt hnetusmjör. Hnetusmjörið er frábær orkugjafi og gott bæði milli mála og í allskyns uppskriftir. Stundum nota ég það sósur sem fylgja kjúklinga- eða fiskréttum og aðra daga smyr ég það á tortillur, sker niður banana og borða það þannig. Hnetusmjörs ber þó að njóta í hófi þar sem það er hitaeiningaríkt en þó er góð fita í smjörinu þannig að það er nú betra en margt annað.

  Þessar hnetusmjörsorkukúlur sem ég gef ykkur uppskrift af í dag eru alveg óskaplega bragðgóðar og einfaldar í gerð. Þegar ég var að búa þær til þá gat ég ekki hamið mig, ég stappaði banana við fjórðung af deiginu og át það þannig upp úr skálinni … já, ég er villimaður en þetta er bara svo gott.. já og hollt.

  1
  Búið

  Skellið öllu saman í skál og mótið kúlur. Kúlurnar geymast best í kæli í 3-4 daga eða frysti í allt upp undir mánuð.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Fyrri
  Ómótstæðilegar kjúklingabringur með skinku og osti

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd