0 0

Oriental- engiferönd

Innihald

4 andabringur skinnlausar
200 ml Appelsínusafi
3 msk sojasósa
1 msk sesamolía
1 msk þurrt Serrí
2 msk hunang
1/2 msk engifer
1 hvítlauksrif pressað
salt og nýmalaður pipar
1 msk sesamfræ
2 vorlaukar fínt sneiddir

Næringargildi

194
kcal
16,5 g
Prótein
7 g
Fita
15 g
Kolvetni
Oriental- engiferönd

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Upprunaland:
  • 45-50 mín
  • Máltíð fyrir 4
  • Miðlungs

  Leiðbeiningar

   Andabringur geta verið ágætis tilbreyting við helgarsteikina. Hérna er hún sett í óhefðbundinn asískan búning. Uppskriftina má einnig nota sem forrétt eða sem pinnamat á veisluborðið
  1
  Búið
  35 mín

  Skref 1

  Blandið öllu nema andabringunum, sesamfræjunum og vorlauknum saman í skál og kryddið með salti og pipar. Skerið 3–4 raufar þvert yfir andabringurnar og leggið þær í marineringuna. Leggið filmuplast yfir og kælið í 30 mínútur.

  2
  Búið
  5-6 mín

  Skref 2

  Takið bringurnar úr marineringunni. Hitið olíu á meðalheitri pönnu og steikið bringurnar í u.þ.b. 5–6 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjarnhitinn nær um 60°C.

  3
  Búið
  3 mín

  Skref 3

  Fjarlægið bringurnar af pönnunni og hellið marineringunni út á hana og látið malla í 2–3 mínútur eða þar til hún hefur þykknað örlítið (sósa).

  4
  Búið
  3 mín

  Skref 3

  Setjið sósu á diska, skerið hverja bringu í um 4 sneiðar og setjið ofan á sósuna og stráið sesamfræjum og vorlauk yfir.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Fyrri
  Valhnetu- og perusalat með gráðaostadressingu
  Næsta
  Spaghetti Carbonara

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd