0 0

Ómótstæðilegar kjúklingabringur með skinku og osti

Innihald

4 stk kjúklingabringur
4 stk skinkusneiðar
4 stk ostsneiðar
100 g Hveiti
3 egg Egg hrærð
150 g brauðrasp
salt og nýmalaður pipar eftir smekk
olía til steikingar
Ómótstæðilegar kjúklingabringur með skinku og osti

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • 60 mín
  • Máltíð fyrir 4
  • Miðlungs

  Leiðbeiningar

  Þessi uppskrift er í miklu eftirlæti hjá honum Hinrik, syni mínum, og oftast hans framlag í „kvöldmatarhugmyndapottinn“. Mér finnst áhugavert að ræða um komandi kvöldverði við syni mína og heyra hvaða skoðun þeir hafa á því. Í stuttu máli sagt þá eru við í flestum tilfellum ósammála … en einhvern vegin náum við samningum að lokum og eldum kvöldverð sem er nokkuð ásættanlegur fyrir alla.

  Hinrik kallar þennan rétt Schnitzel og er hann þá að vitna í rétt sem hann hefur reglulega pantað sér í skíðaferðalögum erlendis. Þá er notað örþunnt kálfakjöt eða svínakjöt sem velt er upp úr raspi og síðan steikt. Hérna erum við aftur á móti með kjúklingabringur og fyllum þær með osti og skinku og veltum þeim síðan upp úr raspi og steikjum.

  Rétturinn var alls ekki fundinn upp á okkar heimili því hann á ættir að rekja til Sviss frá því um miðja síðustu öld og kallast Cordon Bleu eða blái borðinn, sem er skrýtið nafn á rétti sem ætlaður er til átu. Ástæðan fyrir þessari nafngift er sú að á sínum tíma báru hátsettir riddarar bláan borða. Með tímanum þróaðist blái borðaburðurinn og í dag táknar hann framúrskarandi hæfileika í eldhúsinu. Til að mynda er heimsþekktur kokkaskóli nefndur eftir þessum borða en það vill svo skemmtilega til að sjálf stundaði ég nám í þessum skóla.

  1
  Búið

  Skerið kjúklingabringurnar í tvennt, eftir endilangri bringunni. Setjið í plastpoka og berjið... já berjið t.d með kökukefli. Þetta er ákaflega stresslosandi en ástæðan fyrir barningnum er að þynna bringurnar.

  2
  Búið

  Kryddið bringurnar með salti og pipar. Raðið skinku og osti ofan á fjórar bringur og leggið hinar yfir. Veltið "samlokunni" upp úr hveiti, þaðan í hrærð egg og að lokum upp úr brauðraspi.

  3
  Búið

  Steikið bringurnar í u.þ.b 5 mínútur á hvorri hlið. Kryddið og setjið í eldfast mót. Bakið bringurnar í 15 mínútur og berið fram.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Fyrri
  Löðrandi Júrovisíon eðla
  Næsta
  Orkuboltar með hnetusmjöri og súkkulaði

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd