0 0

Mozzarella- og skinkufyllt kjúklingalæri með spínatsalati

Innihald

800 g úrbeinuð kjúklingalæri
1 1/2 msk ólífuolía
1 stk skalottlaukur afhýddur og fínsaxaður
100 g sveppir sneiddir
50 g spínat
50 g silkiskorin skinka
1 stk stór mozzarellakúla sneidd
salt og nýmalaður pipar
3 Egg hrærð
100 g Hveiti
100 g brauðrasp
olía til steikingar
salat
200 g spínat
6 stk stór jarðarber
salatdressing
60 ml ólífuolía
1 tsk sterkt sinnep
1 tsk balsamedik
1 1/2 msk límónusafi
1 tsk rifið
salt og nýmalaður pipar
Mozzarella- og skinkufyllt kjúklingalæri með spínatsalati

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • 70 mín
  • Máltíð fyrir 4
  • Miðlungs

  Leiðbeiningar

   
  1
  Búið
  5 mín

  Skref 1

  Hitið ofninn í 180°C. Setjið lærin í glæran plastpoka og fletjið þau út með kökukefli eða kjöthamri. Kryddið þau með salti og pipar.

  2
  Búið
  15 mín

  Skref 2

  Steikið skalottlaukinn á pönnu ásamt sveppunum og spínatinu. Fyllið lærin með 1 tsk af lauk- og spínatblöndunni, smá skinku og mozzarellaosti og vefjið upp í rúllu.

  3
  Búið
  40 mín

  Skref 3

  Veltið rúllunum upp úr hveiti og þaðan í hrærð egg og að lokum upp úr brauðraspi. Steikið í 2-3 mínútur á hvorri hlið og bakið áfram í ofninum í 20 mínútur í eldföstu móti.

  4
  Búið
  10 mín

  Skref 4

  Hrærið ólífuolíu, sinnepi, balsamediki, límónusafa og engiferi saman, kryddið með salti og pipar og hellið yfir spínatið og jarðarberin.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  kjuklingur_smjorogsinnep_100212
  Fyrri
  Smjör- og sinnepsfylltur kjúklingur
  Sæt-kartöflusúpa-með-krydduðum-greskersfræjum
  Næsta
  Sætkartöflusúpa með ristuðum graskersfræum

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd