1 0

Mexíkóskar kjötbollur með jalapenosósu

Innihald

400 g nautahakk
200 g svínahakk
200 g rjómaostur
1 stk Egg
50 g Corn flakes
4 sneiðar Beikon skorið í bita
125 g cheddar ostur rifinn
1/3 stk laukur fínsaxaður
2 stk hvítlauksrif pressuð
1/2 tsk chilipipar krydd
1 tsk oreganókrydd
1/2 tsk cuminkrydd
sjávarsalt og nýmalaður pipar eftir smekk
Jalapenosósa
3 msk jalapeno saxað
2 stk hvítlauksrif
1 tsk hvítvínsedik
150 g majónes
150 g sýrður rjómi
150 g AB mjólk
2 msk fersk steinselja söxuð
sjávarsalt og nýmalaður pipar
Mexíkóskar kjötbollur með jalapenosósu

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
  • 55 mín
  • Máltíð fyrir 3
  • Miðlungs

  Leiðbeiningar

  Ég viðurkenni fúslega að ég sé kjötbollukerling, ég elska kjötbollur og synir mínir líka. Við erum saman búin að búa til allskyns útgáfur þar sem við bætum raspi, ritz kexi, kornflexi, fetaosti, piparosti og allskyns góðgæti saman við hakkið. Ég hef komist að því að mér finnst allra best að blanda natuahakki saman við svínahakk, þá fæ ég svo óskaplega mjúkar og himneskar kjötbollur.

  1
  Búið
  15 mín

  Skref 1

  Setjið allt hráefni úr kjötbollunum saman og blandið vel með höndunum. Látið standa við stofuhita í 10 mínútur.

  2
  Búið
  30 mín

  Skref 2

  Hitið ofinn í 220°C. Mótið bollur (u.þ.b matskeið fyrir hverja bollu) úr hakkinu og raðið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið í 15 mínútur og berið fram með jalapenosósunni

  3
  Búið
  10 mín

  Skref 3

  Setjið jalapeno og hvítlauk saman í matvinnsluvél ásamt ediki og vinnið vel saman. Bætið afgangnum af hráefninu saman við og kryddið með salti og pipar. Kælið þar til sósan er borin fram.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  IMG_3477
  Fyrri
  Hressandi og næringaríkur kaffiboozt
  IMG_3549
  Næsta
  Iron Man ofurhetjudrykkur fyrir börn

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd