0 0

Matcha te fagurkerans

Innihald

1 bolli heitt vatn
1 tsk Matcha te
2-3 dropar vanillustevía
eftir smekk möndlumjólk Harpa notar Isola Bio sem er með smá agave sírópi
Matcha te fagurkerans

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • Máltíð fyrir 1
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Ég kíkti í heimsókn til Hörpu Guðjónsdóttur, vinkonu minnar, um daginn þar sem mig vantaði minn reglulega skammt af fallegum hálsmenum. Hún er svo ótrúlega mikill fagurkeri og einhvern veginn allt fallegt sem hún snertir. Í stað þess að bjóða mér upp á kaffi þá bjó hún til fyrir mig einskonar Matcha te Cappucino sem var alveg guðdómlegt.

  Ég gat nú ekki sleppt henni án þess að fá uppskriftina og deilum við henni hér með með ykkur lesendum. Harpa segir gæðin á te-inu sjálfu skipta höfuðmáli og mikilvægt að uppruni þess sé frá Japan. „Ég nota matcha te frá Kenko Tea og þá te sem hentar vel í smoothies, latte og í ísgerð. Það dásamlega við það er að það inniheldur 137 sinnum meira af andoxunarefnum en hefðbundið grænt te. Annað sem heillaði mig var að mér varð ekki flökurt við drykkju þess en því fann ég alltaf fyrir þegar ég drakk venjulegt grænt te heldur fann ég fyrir vellíðan og ekki skemmir fyrir að að er mjög orkugefandi ásamt því að innihalda örlítið magn af koffíni,“ segir Harpa sem kaupir þetta te.

  Hér er uppskrift af tveim matcha tebollum, annar er matcha latte og hinn matcha íste en eini munurinn á innihaldinu er að í ísteinu eru settir 6-7 klakar í glas áður en hinu er hellt yfir.

   

  1
  Búið

  Skref 1

  Hrærið teblöndunni saman við heita vatnið ásamt stevíunni og hellið í bolla. Flóið mjólkina líkt og þið væruð að búa til cappucino og hellið yfir. Skreytið með örlitlu tei og berið fram.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  IMG_3549
  Fyrri
  Iron Man ofurhetjudrykkur fyrir börn
  FullSizeRender
  Næsta
  Ískaldur orkudrykkur

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd