• Home
 • Fiskur
 • Mangó og lárperusalat með risarækjum
0 0

Mangó og lárperusalat með risarækjum

Innihald

400 g risarækjur
2 stk mangó afhýdd, steinhreinsuð og skorin í munnbita
2 stk lárperur afhýddar, steinhreinsaðar og skornar í bita
25 g fersk kóríanderlauf fínsöxuð
1/2 stk límóna rifinn börkur
2 stk límónur safi úr límónum
1 msk hunang
1 msk ólífuolía
1/2 stk rautt chili-aldin fræhreinsað og saxað
400 g salatblöð
salt og nýmalaður pipar

Næringargildi

404
Kcal
24,4 g
Prótein
21 g
Fita
36 g
Kolvetni
60 mg
C- vítamín
Mangó og lárperusalat með risarækjum

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
   • 17 mín
   • Máltíð fyrir 4
   • Auðvelt

   Leiðbeiningar

   Létt og ferskt salat, frábært með sumarlegum grillmat
   1
   Búið
   10 mín

   Skref 1

   Hitið ofninn í 200°C. Setjið mangóið, lárperurnar og kóríanderlaufið í skál. Raðið rækjunum á pappírsklædda ofnplötu, kryddið með salti og pipar og bakið í 5–7 mín.

   2
   Búið
   5 mín

   Skref 2

   Hrærið límónusafann og börkinn saman við hunangið, ólífuolíuna og chili-aldinið, kryddið með salti og pipar og hellið yfir mangóblönduna.

   3
   Búið
   2 mín

   Skref 3

   Raðið ferska salatinu á fallegan bakka og stráið mangóblöndunni og rækjunum fallega yfir.

   Rikka

   Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

   Melónusalat-með-mozzarella-mintu-og-hráskinku
   Fyrri
   Melónusalat með mozzarella, mintu og hráskinku
   Næsta
   Ljúfengt lambasalat

   Athugasemdir

   Skrifa athugasemd