• Home
 • Löðrandi Júrovisíon eðla
3 0

Löðrandi Júrovisíon eðla

Innihald

450 g rjómaostur
150 g majónes má líka vera sýrður rjómi 10%
10 sneiðar Beikon steiktar og skornar í bita
2 1/2 msk jalapeno saxað
2 stk hvítlauksrif pressuð eða fínsöxuð
1/2 tsk cuminkrydd má sleppa
200 g cheddar ostur rifinn
100 g brauðmylsna
4 msk smjör bráðið
nachos snakk
Löðrandi Júrovisíon eðla

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
  • 40 mín
  • Máltíð fyrir 4
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Þá er komið að því að hún Gréta Salóme „okkar“ stígi á stokk í Stokkhólmi í kvöld. Mikil spenna er í loftinu á mörgum heimilum og margir sem ætla að gera vel við sig með allskyns gúmmelaði. Júróvision er svolítið fyndið fyrirbæri, margir vilja meina að þeir fylgist ekki með og keppnin sé langt fyrir utan þeirra áhugasvið. Samt virðist áhuginn vera einhver því oftar en ekki vita sömu aðilar óeðlilega mikið um stöðu íslendinga í keppninni. Já, Júróvision hefur eitthvað aðdráttarafl enda litrík, full af gleði og á vissan hátt ákveðið sameiningartákn á sinn hátt.

  Í tilefni dagsins ætla ég að láta í té ídýfu eða eðlu eins og sumir vilja kalla svona heitar, löðrandi „djúsí“ ídýfur. Hennar er best að njóta með nachos snakki nú eða bara borða hana beint upp úr fatinu með skeið. Þá er nú tilvalið að vera með einn ískaldan eða bubblandi, klakafreðið sódavatn.

  Svo krossum við bara fingur og vonum það allra besta fyrir okkar hönd. Áfram Gréta Salóme „okkar“!

  1
  Búið

  Hitið ofninn í 180°C. Blandið rjómaosti saman við majónesið, beikonið, jalapenoið, hvítlauk og cuminkryddið og setjið í meðalstórt eldfast form.

  2
  Búið

  Blandið rifna ostinum saman við brauðmylsnuna og smjörið og setjið yfir rjómaostublönduna Bakið í 25-30 mínútur og berið fram með nachos snakki.

  Allt hráefni fæst í Hagkaup

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Fyrri
  Gott á milli mála
  Næsta
  Ómótstæðilegar kjúklingabringur með skinku og osti

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd