1 0

Ljúffeng fiskisúpa

Innihald

1 msk ólífuolía
150 g Beikon skorið í bita
1 stk laukur afhýddur og saxaður
2 stk hvítlauksrif fínsöxuð
2 stk gulrætur afhýddar og sneiddar
2 tsk oreganó krydd
2 tsk dillfræ
1 tsk timjanfræ
1 tsk fennelfræ
3 stk lárviðarlauf
3 msk hvítvínsedik
2 lítrar vatn
2 stk fiskikraftsteningar
3 msk tómatþykkni
2 stk meðalstórar kartöflur afhýddar og skornar í munnbita
400 g lúða skorin í munnbita
20 g fersk steinselja fínsöxuð
salt og nýmalaður pipar

Næringargildi

317
Kcal
20 g
Prótein
22 g
Fita
13 g
Kolvetni
Ljúffeng fiskisúpa

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • 75 mín
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Ljúffeng og ilmandi fiskisúpa

  1
  Búið
  45 mín

  Skref 1

  Hitið olíuna í potti við meðal­hita, steikið beikonið og leggið á eldhúspappír. Steikið laukana og gulræturnar þar til þær verða mjúkar í gegn. Bætið kryddunum út í og eldið í 1–2 mínútur, hellið þá edikinu saman við og síðan vatninu. Látið malla í 30–40 mínútur.

  2
  Búið
  20 mín

  Skref 2

  Bætið tómat­þykkninu, beikoninu og kartöfl­unum saman við og látið malla í 15 mínútur

  3
  Búið
  10 mín

  Skref 3

  Setjið fiskbitana út í og látið malla áfram í 5–7 mínútur. Kryddið með salti og pipar og stráið steinselju yfir.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Sæt-kartöflusúpa-með-krydduðum-greskersfræjum
  Fyrri
  Sætkartöflusúpa með ristuðum graskersfræum
  Humarsúpa-með-kókos-og-fenniku
  Næsta
  Humarsúpa með kókos og fenniku

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd