0 0

Ljúfengt lambasalat

Innihald

400 g eldað lambakjöt tilvalið að nota afganga frá því í gær
1/4 tsk þurrkaðar chiliflögur
1/2 tsk cumin fræ
salt og nýmalaður pipar
1/2 msk ólífuolía
150 g cous cous eldað skv. leiðbeiningum á pakkningum
100 g spínat
4 stk kirsuberjatómatar skornir í fernt
2 msk fersk minta fínsöxuð
50 g ristaðar furuhnetur
2 msk ólífuolía
3 msk sítrónusafi
Tahini dressing
4 msk Tahini (sesamsmjör)
4 msk létt AB-mjólk
1/2 stk sítróna safi af sítrónunni
2 stk hvítlauksrif
1 msk hunang
1/2 tsk papríkukrydd

Næringargildi

400
Kcal
23,4 g
Prótein
24 g
Fita
24,7 g
Kolvetni
Ljúfengt lambasalat

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:

  Í þetta salat er tilvalið að nota afganga af lambalærinu frá því í gær. Tahini dressingin er létt og góð og upplagt að nota með öðrum salötum.

  • 20 mín
  • Máltíð fyrir 4
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Í þetta salat er tilvalið að nota afganga af lambalærinu frá því í gær. Tahini dressingin er létt og góð og upplagt að nota með öðrum salötum.

  1
  Búið
  5 mín

  Skref 1

  Kryddið lambið með chilidufti, cuminfræjum, salti og pipar og steikið upp úr olíunni á meðalheitri pönnu.

  2
  Búið
  10 mín

  Skref 2

  Setjið cous cousið, spínatið, tómata, mintu og furuhnetur í skál og hellið ólífuolíu og sítrónusafa yfir og blandið saman.

  3
  Búið
  5 mín

  Skref 3

  Blandið öllu hráefninu í dressingunni saman í matvinnsluvél. Setjið salatið á diska og raðið lambakjötsbitunum yfir og berið fram með Tahini dressingunni.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Fyrri
  Mangó og lárperusalat með risarækjum
  Screen Shot 2016-01-22 at 13.18.22
  Næsta
  Kjúklingasalat undir asískum áhrifum

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd