0 0

Lítil jólasaga með perum og mintusúkkulaði

Innihald

4 stk eggjahvítur
200 g Sykur
salt á hnífsoddi
100 g heslihnetur
1 dós niðursoðnar perur
50 ml síróp af perunum
200 g After eight súkkulaði
400 ml Rjómi
50 g flórsykur
3 stk fersk mintulauf fínsöxuð
Lítil jólasaga með perum og mintusúkkulaði

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni

Ég opnaði ísskápin og þarna var kakan ennþá, ósnert, mér til mikillar gleði en á sama tíma undrunar.

  • 75 mín
  • Miðlungs

Leiðbeiningar

Þessa dásamlegu góðu marensköku gerði ég fyrir jólabækling Hagkaups nýlega. Hugmyndin að kökunni kemur frá móður minni en hún gerir reglulega svipaða köku. Það er nú svolítið skondin saga sem fylgir myndatökunni á kökunni en mér var semsagt falið að búa til þrjár uppskriftir fyrir bæklinginn, einn forrétt, einn aðalrétt og svo eftirrétt. Já, kæri lesandi þú giskaðir rétt …marenskakan var í eftirrétt. Í forrétt var ég með ljúffengan krækling og svo ljómandi góða önd í aðalrétt.

Eftir myndatökuna þurfti ég að rjúka aftur niður í vinnu, ég skellti kökunni inn í ísskáp en skyldi allt annað eftir á borðinu. Ég hringdi svo í foreldra mína og bauð þeim í óformlega máltíð án mín, þau voru semsagt boðin í afganga. Þessar elskur létu nú ekki segja sér það tvisvar og voru enn að njóta afganganna þegar ég snéri heim á ný. Þau voru alsæl og hrósuðu mér í hástert, já þau eru alveg yndisleg. Þar sem ég sá einungis súkkulaðisósuna en ekki kökuna sjálfa á borðinu þá spurði ég þau hvort hún hefði hreinlega horfið ofan í þau. Mamma leit á mig spurnaraugum og sagði: „hvaða köku?“ Ég opnaði ísskápin og þarna var kakan ennþá, ósnert, mér til mikillar gleði en á sama tíma undrunar. „Með hverju notuðu þið súkkulaðisósuna,“ spurði ég foreldrana. Þau horfðu vandræðalega á hvort annað og hlógu. „Átti sósan ekki að vera með öndinni? Já, svona er þetta skemmtilegt, þau voru svona líka ánægð með mintusúkkulaðisósuna með andakjötinu…sem átti að vera með marenskökunni.
Það er svosem ekkert skrýtið að skrýtnar samsetningar sé að finna í mínu eldhúsi og minnir þetta mig á viðtal við mig úr Morgunblaðinu fyrir 16 árum síðan en þá bauð ég einmitt upp á appelsínu-súkkulaðiönd.

Screen Shot 2015-12-01 at 7.25.27 PM

 

 

1
Búið
10 mín

Skref 1

Hitið ofninn í 150°C. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykri sem og saltinu smám saman við. Eggjahvíturnar eiga að vera það stífar að hægt sé að snúa hrærivélaskálinni á hvolf yfir höfuðið án þess að nokkuð falli úr skálinni.

2
Búið
60 mín

Skref 2

Smyrjið marensnum á pappírsklædda ofnplötu og bakið í klukkustund. Eftir að baksturstími er liðinn er gott að opna rifu á ofnhurðina og leyfa marensnum að kólna í klukkustund.

3
Búið
10 mín

Skref 3

Þurristið heslihneturnar, grófsaxið og setjið til hliðar. Sigtið sírópið frá perunum, þerrið þær og skerið í minni bita.

4
Búið
10 mín

Skref 4

Hellið sírópinu úr dósinni í pott og látið malla í 3-4 mínútur. Bætið súkkulaðinu saman við og blandið vel saman, kælið

5
Búið
5 mín

Skref 5

Þeytið rjómann og flórsykurinn saman og smyrjið á marensinn. Raðið perunum fallega yfir rjómann, hellið súkkulaðiblöndunni yfir og stráið heslihnetunum og mintu yfir í lokinn.

Rikka

Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

Næsta
Pönnusteiktur lax með döðlum, sólþurrkuðum tómötum og sítrónusmjörssósu

Athugasemdir

Skrifa athugasemd