1 0

Karrí og estragon grillaðar kjúklingalundir og sinnepssósa

Innihald

Kjúklingur:
3 msk sojasósa
2 msk hunang
1 msk ólífuolía
1/2 stk sítróna safi af sítrónunni
2 stk hvítlauksrif pressuð
1/2 tsk papríkukrydd
1/2 tsk estragonkrydd
1/2 tsk karrí
2 msk fersk kóríanderlauf fínsöxuð,
600 g Kjúklingalundir
sjávarsalt og nýmalaður pipar eftir smekk
Sinnepssósa:
80 g grískt jógúrt
2 msk sýrður rjómi 10%
1 1/2 msk sterkt sinnep
1 msk Worchestershire sósa
1/4 tsk cayenne pipar
1 msk ferskur graslaukur saxaður
Karrí og estragon grillaðar kjúklingalundir og sinnepssósa

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • Máltíð fyrir 4
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Ég hreinlega elska þennan árstíma þar sem allt lifnar við og sól hækkar smám saman á lofti. Mér finnst dásamlegt að fara í kvöldgöngu og finna grilllyktina í loftinu sem endurspeglar tilhlökkun fyrir samverustundum með vinum og fjölskyldu. Nú má líka samkvæmt dagatalinu grilla úti. Ef maður grillar fyrir sumardaginn fyrsta þá finnst mér svona pínulítið eins og jólalög séu spiluð um hásumar, samt eitthvað svo notalegt.
  Í dag er ég með pottþétta uppskrift fyrir alla sem elska grillaðan kjúkling, bragðið er sérkennilega gott og á vissan hátt ávanabindandi. Ég veit ekki hvað ég hef oft notað þessa uppskrift og þróað hana áfram með mér. Núna finnst mér hún vera fullkomin og með uppskriftinn óska ég ykkur jafnframt gleðilegs grillsumars.

  1
  Búið

  Blandið öllu saman í skál fyrir utan kjúklinginn og kóríanderið. Leggið kjúklingalundirnar ofan í skálina og marínerið í a.m.k. klukkustund.

  2
  Búið

  Grillið kjúklinginn á meðalheitur grilli í 4-6 mínútur á hvorri hlið. Kryddið með salti og pipar og stráið kóríander yfir.

  3
  Búið

  Sinnepssósa:

  Hrærið öllu hráefni saman nema graslauknum, kryddið með salti og pipar og stráið graslauknum yfir.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  10015025_596656603761257_1545598721_o
  Fyrri
  Stressbaninn
  mynd/Binni fyrir Hagkaup
  Næsta
  Heimatilbúið granóla

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd