2 0

Ískaldur orkudrykkur

Innihald

2 tsk chia fræ
2 msk frosin bláber
150 -200 ml red superberries safi The berry company
Ískaldur orkudrykkur

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • 2-3 klst
  • Máltíð fyrir 1
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Uppskriftin af þessum drykk hefur fylgt mér í nokkur ár og alltaf finnst mér hann jafngóður. Hann er stútfullur af omega-3 fitusýrum, andoxunarefnum, c- vítamíni og trefjum. Drykkurinn inniheldur chia-fræ sem íslendingar eru farnir að þekkja nokkuð vel en þau koma upprunalega frá Mexíkó og hafa verið notuð í mat um aldaraðir. Sögusagnir herma að stríðsmenn í fornri Mexíkó hafi blandað fræunum saman við vatn og notað sem orkudrykk.

  Í staðinn fyrir vatn þá nota ég ávaxtasafa en þar næ ég í smá kolvetni sem gefur auka orku. Drykkurinn gefur ekki einungis aukna orku heldur eykur hann jafnvægi í vökvabirgðum líkamans, chia fræin hafa þann eiginleika að draga í sig mikinn vökva sem svo í stuttu máli nýtist líkamanum.

  Ég endurnýti glerflöskur sem voru undir safa eða eitthvað annað. Áður en ég nota þær tek ég alla límmiða af og þríf ég þær vel. Ég mun sýna ykkur fljótlega auðveldustu leiðina til að ná þessum þrjósku límmiðum af.

  1
  Búið

  Setjið allt saman í 250 ml glerflösku og geymið í kæli í að minnsta kosti 2-3 klukkustundir.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Fyrri
  Matcha te fagurkerans
  Næsta
  Rauðrófusalat sem tekur ótrúlega langan tíma að gera – en er þess virði!

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd