0 0

Iron Man ofurhetjudrykkur fyrir börn

Iron Man ofurhetjudrykkur fyrir börn

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • 5 mín
  • Máltíð fyrir 2
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Ég er sjálfsagt í sömu stöðu og flestir foreldrar sem berjast við að koma hollu fæði ofan í börnin sín. Mér tekst misjafnlega vel upp, suma daga borðum við holla fæðu en aðra daga gæðum við okkur á óhollustu. Ég reyni þó eftir bestu getu að forðast „augljósan“ sykur því „falinn“ sykur í fæðu er orðinn það mikill í nútímafæði. Það er óhugnalegt að hugsa til þess að venjulegt 8 ára barn er búið að borða jafnmikið eða meiri sykur um ævina en samtíma ellilífeyrisþegi, en meira um það síðar. Ég ætlaði að henda inn uppskrift af barnaboozti sem ég gerði fyrir strákana mína í morgun en ekki tala um sykur.

  Það gekk brösulega að koma boozti ofan í þá svona fyrst um sinn en eftir að ég nefndi þá eftir þeirra eftirlætis ofurhetjum þá gekk mér aðeins betur og fór að lauma ofan í þá ýmiskonar hollustu, sem þeir að öðrum kosti hefðu ekki borðað, í skjóli ofurhetja.

  Rauði drykkurinn fékk nafnið Iron Man, sá græni er Hulk og bláberjadrykkurinn er Captain America.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Mynd/Binni fyrir Hagkaup
  Fyrri
  Mexíkóskar kjötbollur með jalapenosósu
  Næsta
  Matcha te fagurkerans

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd