0 0

Humarsúpa með kókos og fenniku

Fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt

Innihald

500 g humar í skel
2 msk ólífuolía
3 stk skalottlaukar afhýddir og fínsaxaðir
2 msk engifer fínsaxað
1 stk rautt chili-aldin fræhreinsað og fínsaxað
2 stk fennikur saxaðar
2 msk sítrónusafi
4 msk fljótandi humarkraftur
400 ml vatn
800 ml kókosmjólk
salt og nýmalaður pipar
20 g fersk kóríanderlauf fínsöxuð

Næringargildi

565
Kcal
23,7 g
Prótein
50 g
Fita
11 g
Kolvetni
Humarsúpa með kókos og fenniku

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
   • 50 mín
   • Máltíð fyrir 4
   • Miðlungs

   Leiðbeiningar

   Humarsúpa með skemmtilegu asískum áhrifum.

   1
   Búið
   40 mín

   Skref 1

   Skelflettið humarinn. Steikið laukinn, engifer, chili-aldinið, fenniku þar til fennikan er orðin mjúk í gegn. Bætið humarskeljunum og sítrónusafanum út í ásamt vatninu og humarkraftinum. Látið malla við meðalhita í 25–30 mínútur.

   2
   Búið
   7 mín

   Skref 2

   Sigtið soðið frá og setjið það aftur í pottinn. Hellið kókosmjólkinni út í og hleypið suðunni upp. Lækkið hitann og setjið humarhalana út í og kryddið með salti og pipar. Látið súpuna malla í 3–4 mínútur.

   3
   Búið
   3 mín

   Skref 3

   Stráið kóríanderlaufum yfir áður en súpan er borin fram. Því lengur sem súpan fær að malla því betri er hún en þá þarf að bæta meiri vökva saman við hann.

   Rikka

   Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

   Ljúffeng-Fiskisúpa
   Fyrri
   Ljúffeng fiskisúpa
   Austurlensk-núðlusúpa-með-kjúklingi
   Næsta
   Austurlensk núðlusúpa með kjúkling

   Athugasemdir

   Skrifa athugasemd