1 0

Holy Guacamole

Innihald

1/2 stk rautt chili-aldin fræhreinsað og fínsaxað
1 stk límóna pressaður safi
5 msk fersk kóríanderlauf söxuð
3 stk avókadó afhýddar og steinhreinsaðar
sjávarsalt eftir smekk
2 stk tómatar fræhreinsaðir og niðursaxaðir
1 stk hvítlauksrif
Holy Guacamole

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Upprunaland:
  • Máltíð fyrir 4
  • Auðvelt

Leiðbeiningar

Í gær 5. maí héldu margir upp á Cinco de Mayo á meðan aðrir héldu Uppstigningardaginn hátíðlegan. Cinco de Mayo eða fimmti maí er mexíkanskt fyrirbæri og er haldið ár hvert til þess að minnast sigurs mexíkana á frökkum í stríði sem nefnt var Battle of Puebla 1862. Margir rugla Cinco de Mayo við þjóðhátíðardag Mexíkó en hann er aftur á móti 16. september. Í tilefni Cinco de Mayo ætla ég að gefa ykkur uppskrift af dásamlega góðu Guacamole sem er einmitt upprunarlega frá Mexíkó. Ég hreinlega elska Guacamole og nota þa ýmist eitt og sér, í salöt eða þess vegna á hamborgarann.

1
Búið

Setjið chili, límónusafa, kóríander og hvítlauk saman í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Bætið avókadó saman við og maukið. Handhrærið tómötunum saman við og kryddið til með salti.

Rikka

Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

Fyrri
Bumbubaninn
Næsta
Gott á milli mála

Athugasemdir

Skrifa athugasemd