3 0

Heimatilbúið granóla

Innihald

90 g haframjöl
30 g kókosmjöl
50 g pekanhnetur grófsaxaðar
30 g pistasíuhnetur grófsaxaðar
30 g möndlur grófsaxaðar
3/4 tsk kanill
1/4 tsk múskat
1/4 tsk sjávarsalt
80 g hunang
1 1/2 msk ólífuolía
1 tsk heitt vatn
Heimatilbúið granóla

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • 1,5 klst
  • Máltíð fyrir 4
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Ég hreinlega elska stökkt granóla og nota það mikið bæði sem morgunmat og í eftirrétt. Það er ljúffengt með AB-mjólk í morgunmat og líka með grísku jógúrti og bláberjamauki í eftirrétt eða sem rétt á brönshlaðborðið. Þar sem uppskriftin inniheldur mikið af bráhollum hnetum tek ég oft og iðulega granóla með mér í nesti þegar ég fer á fjöll, það er því hægt að nota þetta bragðgóða granóla á margvíslegan hátt.

  1
  Búið

  Hitið ofninn í 120°C. Setjið þurrefnin saman í skál og blandið saman. Blandið hunanginu saman við olíuna og vatnið og hellið saman við þurrefnin, hrærið vel saman.

  2
  Búið

  Smyrjið deiginu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í klukkustund. Hrærið í deiginu á 20 mín. fresti. Kælið granólað áður en það er borið fram og geymið í lofttæmdum umbúðum.

  Allt hráefni fæst í Hagkaup

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  mynd/Binni
  Fyrri
  Karrí og estragon grillaðar kjúklingalundir og sinnepssósa
  mynd/Binni fyrir Hagkaup
  Næsta
  Sumarlegar sítrónur og undarlegar kaffivenjur

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd