• Home
 • Eftirréttir
 • Heimatilbúið granóla með grísku jógúrti og bláberjamauki
1 0

Heimatilbúið granóla með grísku jógúrti og bláberjamauki

Er að hlaða inn spilara...

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • 30 mín
  • Máltíð fyrir 2
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Yndislega gott heimatilbúið granóla sem gott er að gera á sunnudögum og eiga út vikuna nú eða bjóða góðum vinum í dögurð og bera réttinn fram. Bláberjamauki nota ég líka með ýmsu öðrum svosem ostum og amerískum pönnukökum. Það má líka alveg bjóða upp á réttinn sem eftirrétt.

  1
  Búið
  5 mín

  Skref 1

  Hitið ofninn í 120°C. Setjið þurrefnin saman í skál og blandið saman. Blandið hunanginu saman við olíuna og vatnið og hellið saman við þurrefnin, blandið vel saman.

  2
  Búið
  20 mín

  Skref 2

  Smyrjið deiginu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í klukkustund. Hrærið í deiginu á 20 mínútna fresti. Kælið og berið fram með grísku jógúrti og bláberjamauki

  3
  Búið
  10 mín

  Skref 3

  Setjið allt hráefni í bláberjamaukinu saman í pott og látið malla þar í 7-10 mínútur. Kælið og berið fram með granóla og grísku jógúrti. Þetta mauk er líka tilvalið með amerískum pönnukökum.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Mynd/Binni fyrir Hagkaup
  Fyrri
  Gourmet humarpizza
  IMG_3477
  Næsta
  Hressandi og næringaríkur kaffiboozt

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd