0 1

Gourmet humarpizza

Innihald

1 stk tilbúið pizzadeig
1 1/2 msk Allioli, hvítlauksmajónes
50 g grillaðir ætiþistlar í olíu hellið olíunni frá og grófsaxið
100 g skelfléttur humar
3-4 kirsuberjatómatar skornir í fjóra hluta
eftir smekk salt og nýmalaður pipar
50 g rifinn ostur
3-4 stk fersk basillauf fínsöxuð
Gourmet humarpizza

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
  • 30 mín
  • Máltíð fyrir 1
  • Miðlungs

  Leiðbeiningar

  Ég fæ nú bara vatn í munninn þegar ég hugsa um þessa pizzu. Hún er ósköp einföld, fljótlega og alveg afskaplega bragðgóð.

  1
  Búið
  5 mín

  Skref 1

  Hitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið út og leggið á pappírsklædda ofnplötu.

  2
  Búið
  5 mín

  Skref 2

  Smyrjið deigið með hvítlauksmajónesinu og raðið ætiþistlunum, humrinum og tómötunum ofan á. Kryddið með salti og pipar og stráið ostinum yfir.

  3
  Búið
  20 mín

  Skref 3

  Bakið í 20 mínútur. Stráið basilikulaufum yfir og berið fram!

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  36554_414481101949015_527528541_n
  Fyrri
  Ravioli burro e salvia
  Mynd/rikka
  Næsta
  Heimatilbúið granóla með grísku jógúrti og bláberjamauki

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd