0 0

Gott á milli mála

Innihald

Grænkálssnakk
1 búnt grænkál
3 msk ólífuolía
1 tsk sjávarsalt
1/2 tsk papríkukrydd
Hnetublanda
70 g kasjúhnetur
70 g pekanhnetur
70 g möndlur
50 g graskersfræ
1 msk hampfræ
1 msk smjör
1 msk hlynsíróp
á hnífsoddi chilipipar krydd eða eftir smekk
Gott á milli mála

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • Máltíð fyrir 4
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Eftir staðgóðan morgunmat og léttan hádegisverð finn ég alltaf fyrir léttri svengd um miðjan daginn. Það er akkurat þá sem margir detta í að fá sér eitthvað sætt til að halda uppi orkunni og athyglinni. Það hefur reynst mér vel, þegar ég er á flakki, að vera með hnetur eða eitthvað hollt nart í töskunni. Uppskriftirnar tvær sem ég ætla að láta ykkur í té í dag eru einmitt af hnetublöndu sem maður getur ekki hætt að narta í og svo aftur á móti grænkálssnakki sem er alveg tilvalið að fá sér þegar „kvöldsnakksþörfin“ lætur á sér kræla.

  1
  Búið

  Grænkálssnakk

  Hitið ofninn í 180°C. Skerið stilkinn frá grænkálsblöðunum og raðið á pappírsklædda ofnplötu. Hellið ólífuolíu yfir blöðin og veltið þeim upp úr olíunni. Kryddið með salti, pipar og papríkukryddi. Bakið blöðin í u.þ.b 15-20 mínútur. Kælið og njótið.

  2
  Búið

  Hnetublanda

  Þurristið hneturnar og fræin á meðalheitri pönnu. Bætið hampfræunum saman við og ristið í stutta stund. Bærið smjörinu út á pönnuna ásamt hlynsírópi, chilikryddi. Kryddið með salti og berið fram.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Guacomole809
  Fyrri
  Holy Guacamole
  Næsta
  Löðrandi Júrovisíon eðla

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd