0 0

Gleðilegt súkkulaðisumar

Innihald

Súkkulaðibotn:
125 g smjör auk smjörs til að smyrja botn
80 g flórsykur
1 stk eggjarauða
1 tsk vanilludropar
150 g Hveiti
20 g kakó
Súkkulaðifylling:
250 ml Rjómi
200 g dökkt súkkulaði 50-70% saxað
1/2 tsk sjávarsalt
Gleðilegt súkkulaðisumar

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
  • 4 klst
  • Máltíð fyrir 8
  • Miðlungs

  Leiðbeiningar

  Gleðilegt sumar elsku lesendur, mikið vona ég að komandi sumar færi ykkur ómælda gleði og jafnframt óteljandi ánægjustundir. Í tilefni dagsins ætla ég að gefa ykkur uppskrift að einni svakalegustu súkkulaðibombu sem um getur. Hún er í senn stökk og silkimjúk og ómótstæðilega bragðgóð. Eins og með flestallt sem betra er þá þarf smá natni og tíma til þess að búa hana til en ánægjan verður bara því meiri þegar hún er loksins tilbúin.

  1
  Búið

  Byrjið á því að útbúa súkkulaðibotninn. Setjið smjör og sykur saman í matvinnsluvél og látið ganga í 1 mínútu. Bætið eggjarauðunni og vanilludropunum saman við og vinnið áfram saman þar til að blandan verður létt í sér. Sigtið hveiti og kakó saman og hellið því smám saman við smjörblönduna á meðan matvinnsluvélin er í gangi.

  2
  Búið

  Þegar deigið hefur tekið sig saman, mótið þá kúlu úr því, pakkið inn í plastfilmu og kælið í klukkustund.

  3
  Búið

  Hitið ofninn í 170°C. Smyrjið hringlaga (24 cm í þvermál) form að innan með smá smjöri. Fletjið út deigið u.þ.b 5 mm þykkt og leggið í formið. Stingið botninn nokkrum sinnum með gaffli og kælið í 20 mínútur.

  4
  Búið

  Klippið út hring úr smjörpappír sem passar ofan í formið og upp með börmunum á því. Fyllið botninn með óelduðum hrísgrjónum og bakið í 15 mínútur. Fjarlægið smjörpappírinn og bakið áfram í 5-10 mínútur. Kælið botninn.

  5
  Búið

  Súkkulaðifylling:

  Setjið súkkulaði í skál. Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Látið standa í nokkrar mínútur og hrærið síðan saman. Hellið súkkulaðiblöndunni yfir botninn og kælið í a.m.k 2 klukkustundir. Stráið sjávarsalti yfir kökuna áður en hún er borin fram.
  Það þarf vart fram að taka að kakan er alveg óskaplega góð með þeyttum rjóma og ferskum hindberjum.

  Allt hráefni í kökuna fæst í Hagkaup

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Fyrri
  Rauðrófusalat sem tekur ótrúlega langan tíma að gera – en er þess virði!
  Mynd/Binni fyrir Hagkaup
  Næsta
  Föstudagspizza undir mexíkóskum áhrifum

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd