1 0

Föstudagspizza undir mexíkóskum áhrifum

Innihald

Pizzadeig:
500 ml volgt vatn
4 tsk þurrger
1/2 msk hunang
350 g heilhveiti
4 msk ólífuolía
1 1/2 tsk Salt
Ofanálegg:
olía til steikingar
200 g sveppir
500 g nautahakk
2 msk tacokryddblanda
350 g tacosósa
250 g piparrjómaostur
1 lítil dós gulur maís vatnið sigtað frá
350 g cheddar ostur rifinn
Föstudagspizza undir mexíkóskum áhrifum

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • 2 klst
  • Máltíð fyrir 4
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Það er á kominn ákveðinn vani hjá fjölskyldunni minni að borða pizzur á föstudagskvöldum, allavega svona þegar allt er með kyrrum kjörum. Stundum pöntum við okkur pizzur og þá finnst okkur pizzurnar á Eldofninum standa upp úr. Strákunum finnst nú samt alltaf heimilislegast og best þegar mamma bakar pizzu… þeir segja meira að segja að ég baki bestu pizzur í heimi, það gerir mig alveg óskaplega glaða, jafnvel þó ég viti í hjartanu að það sé ekki alveg rétt.
  Pizzan sem er í boði í dag er undir mexíkóskum áhrifum og er uppskrift úr bókinni Veisluréttir Hagkaups sem ég skrifaði á sínum tíma en þar er að finna ógrynni af allskyns girnilegum uppskriftum sem henta við ýmis tækifæri.

  1
  Búið
  5 mín

  Setjið vatn, ger og hunang saman í skál og látið standa þar til gerið leysist upp, u.þ.b. 3-5 mínútur.

  2
  Búið
  1 klst

  Blandið afganginum af hráefninu saman og hnoðið í 5-10 mínútur. Látið deigið standa í skál undir rökum klút í u.þ.b. klukkustund

  3
  Búið
  10 mín

  Hitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið út á hveitistráðum fleti og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Steikið sveppina og nautahakkið og stráið kryddinu yfir.

  4
  Búið
  10 mín

  Smyrjið tacosósunni og rjómaostinum á pizzubotninn og dreifið nautahakkinu, sveppunum og gulu baununum yfir.

  5
  Búið

  Stráið ostinum yfir pizzuna og bakið í 15-20 mín við 200°C

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  mynd/Binni fyrir Hagkaup
  Fyrri
  Gleðilegt súkkulaðisumar
  mynd/Binni fyrir Hagkaup
  Næsta
  Sunnudagsbröns – Amerískar pönnukökur og bláberjamauk

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd