0 0

Dásamlegir orkuboltar

Innihald

250 g döðlur
50 g kakó
60 g fræblanda hempfræ, hörfræ, chiafræ
1 msk kókosolía
1/2 tsk kanill
6 dropar karamellu stevía
100 g blandaðar hnetur kasjúhnetur, makadamíuhnetur
á hnífsoddi sjávarsalt
50 g þurrkuð trönuber
1/2 msk rifinn appelsínubörkur
kókosmjöl
Er að hlaða inn spilara...

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • 20 mín
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Bragðgóðir og einfaldir orkuboltar sem eru tilvaldir sem millimál eða í nesti

  1
  Búið
  5 mín

  Skref 1

  Setjið döðlur, kakó, fræblöndu, kókosolíu, kanil og stevíu saman í matvinnsluvél og blandið vel saman.

  2
  Búið
  5 mín

  Skref 2

  Grófsaxið hneturnar og handhrærið þeim ásamt trönuberjum og appelsínuberkinum saman við blönduna

  3
  Búið
  10 mín

  Skref 3

  Mótið kúlur úr deiginu og veltið þeim upp úr kókosmjölinu. Geymið kúlurnar í loftþéttum umbúðum í kæli eða frysti

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  01.11.13_sesamkjulli
  Fyrri
  Sesamkjúklingur með hvítlauk og engifer
  IMG_3366
  Næsta
  Spínat, hnetusmjör og banani ..

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd