1 0

Bumbubaninn

Innihald

handfylli frosið spínat
3 msk frosið avókadó
1/2 stk frosinn banani
125 ml möndlumjólk
125 ml vatn
1/2 stk sítróna safi af hálfri sítrónu
1/4 tsk chili flögur
1 1/2 tsk Maca duft
Bumbubaninn

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
  • 5 mín
  • Máltíð fyrir 1
  • Auðvelt

Leiðbeiningar

Ok ok anda inn og anda út, ég var að búa til mitt fyrsta Snapchat myndband. Fjú og ég hélt að ég væri ekki stressuð fyrir framan eða aftan kameru… en ástæðan fyrir smá stressi var kannski sú að ég var bæði fyrir framan og aftan kameru, eða svona þannig… allavega hendina á mér var fyrir framan kameru.

Allavega, um daginn bjó ég til hrissting sem ég kallaði Stressbanann, en hann fór svona líka óskaplega vel ofan í ykkur lesendur þannig ég ákvað að búa til annan sem ég vil kalla Fitubanann. Af hverju? Jú, í honum eru hráefni sem hafa hvetjandi áhrif á brennslukerfið eins og til dæmis chili flögur og fosfór sem er í banananum. Sítrónan hefur hreinsandi áhrif, spínatið inniheldur til að mynda járn og fólínsýru og lárperan eða avókadóið inniheldur holla fitu sem gott er að innbyrða. Einnig er ég með Maca duft í hrisstingnum en það er prótín og kalkríkt, ég hef séð það gera undraverða hluti fyrir neglur og hár en sjálfsagt koma einnig aðrir hlutir við sögu þar. Ekki skemmir svo fyrir að hrisstingurinn er afar hressandi og bragðgóður.

Ég set smá fyrirvara við nafnið en fyrir þá sem vilja minnka mittismálið er að sjálfsögðu hreyfing og hollt mataræði besta lausnin, þessi hrisstingur getur vel verið hluti af því.

1
Búið

Skellið öllu saman í blandara og njótið. Ef drykkurinn er of þykkur bætið þá bara smá vatni eða möndlumjólk saman við.

Rikka

Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

mynd/Binni fyrir Hagkaup
Fyrri
Sumarlegar sítrónur og undarlegar kaffivenjur
Guacomole809
Næsta
Holy Guacamole

Athugasemdir

Skrifa athugasemd