0 0

Austurlenskt Byggsalat

Innihald

100 g íslenskt bygg soðið skv. leiðbeiningum á pakkningu og kælt
1 stk rauð papríka fræhreinsuð og skorin í bita
200 g rauðkál rifið
2 stk vorlaukar sneiddir
25 g fersk kóríanderlauf söxuð
sósa:
1 1/2 msk gróft hnetusmjör
3 msk sojasósa
1 msk sesamolía
1 msk hrísgrjónaedik
1 1/2 hvítlauksrif pressað
1 tsk engifer rifið
1 msk hunang
1 stk límóna kreistur safi
salt og nýmalaður pipar
Austurlenskt Byggsalat

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
   • 45 mín
   • Máltíð fyrir 4
   • Auðvelt

   Leiðbeiningar

   Ég hreinlega elska íslenskt bygg og nota það oft á tíðum í staðinn fyrir hvít hrísgrjón. Fyrir utan hvað það er bragðgott þá er það óskaplega trefjaríkt.Trefjar eru taldar lækka blóðfitu í líkamanum auk þess sem
   að þau hafa góð áhrif á meltingarkerfið. Ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna er um
   25-30 g en talið er að hin venjulegi íslendingur neyti aðeins rétt um helming af þessum
   skammti. Með því að auka neyslu á grænmeti og kornmat komum við smám saman til
   móts við þessa þörf.
   Þetta salat er alveg tilvalið til að borða eitt og sér eða með ljúffengum steiktum eða grilluðum fisk.

    

   1
   Búið

   Blandið byggi, papríku, rauðkáli, gulrót, vorlauk og kóríander saman í skál.

   2
   Búið

   Hrærið hnetusmjöri, sojasósu, sesamolíu, hrísgrjónaediki, hvítlauk, engifer, hunangi og límónu saman og hellið yfir grænmetið. Kryddið með salti og pipar og berið fram

   Allt hráefni fæst í Hagkaup

   Rikka

   Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

   mynd/Binni fyrir Hagkaup
   Fyrri
   Sunnudagsbröns – Amerískar pönnukökur og bláberjamauk
   10015025_596656603761257_1545598721_o
   Næsta
   Stressbaninn

   Athugasemdir

   Skrifa athugasemd