0 0

Austurlensk núðlusúpa með kjúkling

Innihald

2 msk ólífuolía
2 msk engifer fínsaxað
2 stk hvítlauksrif pressuð
1/2 stk rautt chili-aldin fræhreinsað og fínsaxað
100 g gulrætur afhýddar og saxaðar
500 g Kjúklingalundir skornar í minni bita
1 1/2 msk púðursykur
1 1/2 stk kjúklingakraftsteningur
3 msk sojasósa
4 msk fiskisósa (fish sauce)
2 msk sesamolía
2 lítrar vatn
150 g spergilkál skorið í bita
1 stk niðursuðudós smámaís vatnið sigtað frá og skorinn í smærri bita
300 g hrísgrjónanúðlur

Næringargildi

537
Kcal
20,9 g
Prótein
30 g
Fita
45 g
Kolvetni
Austurlensk núðlusúpa með kjúkling

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
   • 35-40 mín
   • Máltíð fyrir 4
   • Miðlungs

   Leiðbeiningar

   Dásamleg vetrarsúpa sem yljar og nærir.

   1
   Búið
   10 mín

   Skref 1

   Hitið ólífuolíuna í potti og léttsteikið engifer og hvítlauk. Bætið chili-aldini, kjúklingi og gulrótum út í og steikið áfram í fáeinar mínútur.

   2
   Búið
   20 mín

   Skref 2

   Blandið fiskisósu, sojasósu, sesamolíu, púður­sykri og kjúklingakrafti út í, hellið vatninu yfir og látið malla í 15–20 mínútur.

   3
   Búið
   5 mín

   Skref 3

   Bætið spergilkáli, smámaís og núðlunum út í, látið malla áfram í 5 mínútur og þá er rétturinn tilbúinn.

   Rikka

   Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

   Humarsúpa-með-kókos-og-fenniku
   Fyrri
   Humarsúpa með kókos og fenniku
   Melónusalat-með-mozzarella-mintu-og-hráskinku
   Næsta
   Melónusalat með mozzarella, mintu og hráskinku

   Athugasemdir

   Skrifa athugasemd