• Home
 • Salat
 • Valhnetu- og perusalat með gráðaostadressingu
0 0

Valhnetu- og perusalat með gráðaostadressingu

Innihald

80 g gráðaostur
3 msk ólífuolía
1 msk sítrónusafi
1 msk matreiðslurjómi
1/2 msk fersk salvía söxuð
salt og nýmalaður pipar
100 g valhnetur grófsaxaðar
2 stk perur afhýddar, kjarnhreinsaðar og fínt sneiddar
2 msk sítrónusafi
250 g salatblöð
30 g parmesanostur fínt sneiddur

Næringargildi

477
Kcal
12,3 g
Prótein
37 g
Fita
22 g
Kolvetni
Valhnetu- og perusalat með gráðaostadressingu

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  Upprunaland:
  • Máltíð fyrir 4
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Dásamlegt salat sem hægt er að nota sem meðlæti eða léttan forrétt.
  1
  Búið
  3 mín

  Skref 1

  Setjið gráðaost í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið ólífuolíu, sítrónusafa og rjóma út í og blandið vel. Hrærið salvíu saman við og kryddið með salti og pipar.

  2
  Búið
  5 mín

  Skref 2

  Ristið valhneturnar á þurri pönnu og grófsaxið. Skerið perurnar og kreistið sítrónusafann yfir.

  3
  Búið
  3 mín

  Skref 3

  Blandið hnetunum og perunum saman við salatið, hellið dressingunni yfir og blandið saman. Stráið parmesanostinum yfir og berið fram.

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Screen Shot 2016-01-22 at 13.18.22
  Fyrri
  Kjúklingasalat undir asískum áhrifum
  Næsta
  Oriental- engiferönd

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd