2 0

Hressandi og næringaríkur kaffiboozt

Innihald

1 stk frosinn banani frystur án hýðis
2 stk döðlur
100 ml kalt kaffi
2 msk hampfræ gott að setja fræin í vökva kvöldið áður
3 msk haframjöl gott að setja haframjölin í vökva kvöldið áður
1 msk kakó
1/2 tsk kanill
1/4 tsk Salt
150 ml vatn
3 stk klakar

Næringargildi

Hressandi og næringaríkur kaffiboozt

Deila þessu á

Þú getur líka bara afritað slóðina og deilt henni
Tegund:
  • 5 mín
  • Máltíð fyrir 1
  • Auðvelt

  Leiðbeiningar

  Þetta er einn af mínum allra eftirlætis morgunbooztum og hentar mér alveg einstaklega vel svona í skammdeginu þar sem maður þarf aðeins meira til að koma sér af stað út í kuldann og myrkrið. Stundum þegar mig vantar aðeins meiri forða fyrir daginn þá skelli ég hálfri matskeið af góðu hnetusmjöri saman við booztið.

  1
  Búið
  5 mín

  Skref 1

  Setjið allt saman í blandara og blandið vel saman. Best er að njóta strax í morgunsárið

  Rikka

  Ég hef lengi átt mér þann draum að koma þorra af því efni sem ég hef komið að á einn og sama staðinn. Ég hef sent frá mér uppskriftir í hundraðatali, bækur sem eru fleiri en fingurnir á annarri hendi, sjónvarpsþætti á Stöð 2, pistla í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Smám saman mun þessi draumur verða að veruleika hér á síðunni. Það er mín von að þú njótir ferðalagsins hér með mér jafnmikið og ég hef notið þess að búa til efnið.

  Mynd/rikka
  Fyrri
  Heimatilbúið granóla með grísku jógúrti og bláberjamauki
  Mynd/Binni fyrir Hagkaup
  Næsta
  Mexíkóskar kjötbollur með jalapenosósu

  Athugasemdir

  Skrifa athugasemd